Hoppa yfir valmynd
28. júní 2001 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 28. júní 2001

Ár 2001, fimmtudaginn 28. júní, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

Mál nr. 58/2001

Millinafn: Laxdahl

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Laxdahl telst ekki vera ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls og ekki telst vera almenn hefð fyrir þessum rithætti (-dahl).

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Laxdahl er hafnað.

Mál nr. 59/2001

Eiginnafn: Grethe (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Grethe telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst vera hefð fyrir rithætti þessum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Grethe er hafnað.

Mál nr. 60/2001

Eiginnafn: Anthony (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Anthony telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Anthony er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 61/2001

Eiginnafn: Hertha (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Hertha telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Hertha er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 62/2001

Eiginnafn: Príor (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Príor tekur eignarfallsendingu (Príors) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Príor er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 63/2001

Eiginnafn: Berg (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Berg er þegar á mannanafnanafnaskrá sem eiginnafn karla. Er beiðni þessari vísað frá mannanafnanefnd.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Berg er vísað frá mannanafnanefnd.

Mál nr. 64/2001

Eiginnafn: Indiana (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Indiana telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. nr. 45/1996 og verður fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af Indíana.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Indiana er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af Indíana.

Mál nr. 65/2001

Kenninafn: Kjartans

Með erindi dags. 31. maí 2001 óskaði úrskurðarbeiðandi eftir heimild til að kenna ófætt barn sitt Kjartans. Með vísan til 8. gr. mannanafnalaga eru ekki skilyrði að ófætt barn úrskurðarbeiðanda beri kenninafnið Kjartans.

Úrskurðarorð

Beiðni um kenninafnið Kjartans er hafnað.

Mál nr. 66/2001

Millinafn: Stein

Millinafnið Stein er dregið af íslenskum orðstofni og fullnægir að öðru leyti 6. gr. laga nr 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Stein er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 67/2001

Millinafn: Dalmar

Nafnið Dalmar hefur þegar verið tekið á mannanafnaskrá sem eiginnafn karla. Teljast því ekki skilyrði til að nafnið verði tekið á millinafnaskrá, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Dalmar er hafnað.

Mál nr. 68/2001

Eiginnafn: Eliza (kvk.)

Mannanafnanefnd hefur borist erindi dómsmálaráðuneytis, dags. 31. maí 2001, þar sem óskað er álits mannanafnanefndar á umsókn XXX, um að taka upp nafnið Eliza, skv. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 45/1996. Eliza telst ekki vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst hefð fyrir rithætti þessum. Er beiðni um eiginnafnið Eliza því hafnað. Það athugast að í umsókn XXX er tekið fram, að móðir hennar sé bandarískur ríkisborgari. Má ráðgera að nafngiftin teljist heimil skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, enda má ætla að nafnið Eliza sé gjaldgengt í heimalandi foreldris.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Eliza er hafnað, sbr. þó 2. mgr. 10. gr. laga nr. 45/1996.

Mál nr. 69/2001

Eiginnafn: Dóri (kk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Dóri telur eignarfallsendingu (Dóra) og og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Dóri er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 70/2001

Eiginnafn: Annarósa (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Annarósa telst ekki myndað í samræmi við almennar nafnamyndunarreglur íslensks máls og telst því brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Þá hefur Annarósa ekki unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Annarósa er hafnað.

Mál nr. 71/2001

Eiginnafn: Randy (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Randy telst ekki vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst vera hefð fyrir rithætti þessum, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Randy er hafnað.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta