Hoppa yfir valmynd
31. maí 2001 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 45-57/2001 úrskurðir 31. maí 2001

Ár 2001, fimmtudaginn 31. maí, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Mál nr. 45/2001

Eiginnafn: Marsý (kvk.)

Úrskurðarbeiðandi:

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Marsý tekur eignarfallsendingu (Marsýjar) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Marsý er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 46/2001

Eiginnafn: Leónóra (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Leónóra tekur eignarfallsendingu (Leónóru) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996.  

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Leónóra er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 47/2001

Eiginnafn: Leonóra (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Leonóra tekur eignarfallsendingu (Leonóru) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Verður það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd Leónóra.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Leonóra er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafnsins Leónóra.


Mál nr. 48/2001

Millinafn: Dan

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Dan hefur skapað sér hefð sem seinna nafn bæði kvenna og karla. Telst nafnið fullnægja að öðru leyti 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og verður það fært á mannanafnaskrá sem millinafn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Dan er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 49/2001

Eiginnafn: Mariame (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Mariame telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur og fer ending þess gegn íslensku málkerfi.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Mariame er hafnað.

 

Mál nr. 50/2001

Eiginnafn: Jaki (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Jaki tekur eignarfallsendingu (Jaka) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Jaki er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 51/2001

Eiginnafn: Aríelle (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Aríelle telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur og fer ending þess gegn íslensku málkerfi.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Aríelle er hafnað.

 

Mál nr. 52/2001

Eiginnafn: Anthon (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Anthon telst ekki vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og hefur ritháttur þessi ekki unnið sér hefð. Er beiðni um Anthon því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Anthon er hafnað.


Mál nr. 53/2001

Eiginnafn: Miriam (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Miriam tekur eignarfallsendingu (Miriamar) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Verður það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd Marjamar.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Miriam er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafnsins Mirijam.


Mál nr. 54/2001

Eiginnafn: Anastasia (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Anastasia telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og fullnægir því ekki 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Er beiðni um Anastasia því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Anastasia er hafnað.


Mál nr. 55/2001

Eiginnafn: Kristíanna (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Kristíanna tekur eignarfallsendingu (Kristíönnu) og fullnægir að öðru leyti 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 56/2001

Millinafn: Norðland

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Norðland telst fullnægja 6. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Verður það fært á mannanafnaskrá sem millinafn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Norðland er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.


Mál nr. 57/2001

Millinafn: Gudmund

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Gudmund telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst hefð fyrir rithætti þessu, sbr. 6. gr. Laga nr. 45/1996. Er beiðni þessari því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Gudmund er hafnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta