Drög að frumvarpi um lífeyrismál í samráðsgátt - liður í stuðningi við gerð lífskjarasamnings
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa nú verið birt drög að frumvarpi til laga um lífeyrismál. Efni þess er liður í stuðningi ríkisstjórnarinnar við gerð lífskjarasamnings aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2019. Frumvarp að mestu leyti um sama efni var lagt fram á Alþingi í apríl 2021 en náði ekki fram að ganga. Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins var lagt til að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu m.t.t. ábendinga í umsögnum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú lokið endurskoðun á málinu og leggur uppfærð drög fram til samráðs að nýju.
Í samráðsgáttinni er einnig birt glærukynning um meginefni frumvarpsins auk ítarefnis.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.)