Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2010 Innviðaráðuneytið

Skipað í nýjar sameinaðar kæru- og úrskurðarnefndir

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað í kærunefnd húsamála og úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála. Nefndirnar urðu til við sameiningu fimm úrskurðar- og kærunefnda í tvær, í samræmi við breytingar á lögum sem samþykktar voru á Alþingi í vor.  

Kærunefnd húsamála varð til við sameiningu kærunefndar fjöleignarhúsamála, kærunefndar húsaleigumála og úrskurðarnefndar frístundahúsamála. Formaður kærunefndar húsamála er Arnbjörg Sigurðardóttir. Aðrir nefndarmenn eru Ásmundur Ásmundsson, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra, og Karl Axelsson, tilnefndur af Húseigendafélaginu. Varamenn eru Kristrún Heimisdóttir varaformaður, Sigþór Ari Sigþórsson og Benedikt Bogason.

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála varð til við sameiningu kærunefndar húsnæðismála og úrskurðarnefndar félagsþjónustu sveitarfélaga. Formaður hennar er Kristrún Heimisdóttir. Aðrir nefndarmenn eru Margrét Gunnlaugsdóttir, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra, og Gunnar Eydal, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn eru Arndís Anna K. Gunnarsdóttir varaformaður, Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir.

Ekki er gert ráð fyrir að sameining þessara nefnda muni fækka þeim erindum sem árlega hafa borist til kæru- og úrskurðarnefnda vegna þessara málaflokka, enda voru engar breytingar gerðar á heimild málsaðila til málskots eða málsmeðferðar við sameiningu þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta