Greinargerð og tillögur um aðgerðir gegn einelti
Starfshópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis, hefur skilað skýrslu með greinargerð og tillögum um aðgerðir til að sporna við einelti í skólum og á vinnustöðum.
Meðal annars er lagt til að komið verði á fót fagráði sem almennir vinnustaðir, skólar eða foreldrar geti leitað til þegar koma upp erfið og illleysanlegt eineltismál og allt annað hefur verið reynt innan ramma gildandi laga og reglugerða. Þá er lagt til að sérstakur dagur verði árlega helgaður baráttu gegn einelti og kynferðislegri áreitni. Þá er lagt til að komið verði á fót fagráði sem almennir vinnustaðir, skólar eða foreldrar geti leitað til þegar koma upp erfið og illleysanleg eineltismál.
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að styðja sérstaklega við aðgerðirnar með því að leggja þeim til 9 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu.
Greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum. Júní 2010.