Nýir kjósendur hvattir til að taka þátt
Alls eru það 18.760 sem vegna aldurs kjósa nú í fyrsta sinn til Alþingis, eða 7,8% af kjósendatölunni. Innanríkisráðuneytið hefur útbúið kynningu hér á kosningavefnum sérstaklega fyrir þennan hóp þar sem ungir kjósendur eru hvattir til þátttöku og að hafa þannig áhrif á mótun samfélagsins.
Farið er yfir nokkra lykilþætti varðandi framkvæmdina, m.a. vísað á uppflettingu í kjörskrá, framkvæmd á kjörstað og farið yfir nokkur hugtök.