Hoppa yfir valmynd
13. september 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um hjúkrunarheimili í Bolungarvík

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík undirrita samninginn.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík undirrita samninginn. Ljósmynd eftir Baldur Smára Einarsson

Í gær undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Elías Jónatansson, bæjarstjórinn í Bolungarvík, samning milli velferðarráðuneytisins og Bolungarvíkurkaupstaðar um byggingu og þátttöku í leigu tíu rýma hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Bolungarvík. Hjúkrunarheimilið mun leysa af hólmi eldra húsnæði sem hafin var bygging á árið 1950 sem læknisbústaður á efri hæð en á neðri hæð var tekið í notkun tíu rýma hjúkrunarrými árið 1958.

Hlutverk Bolungarvíkurkaupstaðar er að láta hanna og byggja húsnæði fyrir tíu rýma hjúkrunarheimili fyrir aldraða í sveitarfélaginu í samræmi við núgildandi kröfur hins opinbera um stærð, aðbúnað og gæði húsnæðisins. Hjúkrunarheimilið verður eign sveitarfélagsins en samningurinn sem er til 40 ára tryggir 85% hlutdeild ríkisins í leigu á húsnæðinu allan samningstímann en á móti kemur 15% framlag sveitarfélagsins.

Samningurinn gerir ráð fyrir að verkefnið verði fjármagnað af Íbúðalánasjóði, en reiknað er með að heildarkostnaður verði innan við 290 milljónir króna.

Hjúkrunarheimilið mun gjörbreyta aðstöðu íbúa heimilisins og starfsfólks, en hjúkrunarheimilið verður allt á einni hæð í stað tveggja á öldrunardeildinni.

Gera má ráð fyrir að hjúkrunarheimilið verði tilbúið í árslok 2013.

Í ferð seinni vestur heimsótti velferðarráðherra jafnframt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta