Hoppa yfir valmynd
24. október 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra tekur á móti Títov, varautanríkisráðherra Rússlands

Titov-og-OS-241012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Vladimír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, sem er hér á landi í vinnuheimsókn. Ráðherrarnir ræddu samstarf Íslendinga og Rússa í Norðurslóðamálum og hvernig það mætti víkka mætti út með rannsóknum og verkefnum í nýtingu jarðhita, einkum til húshitunar á austursvæðum Rússlands.

Ráðherrarnir ræddu einnig stöðu mála í Sýrlandi og málefni Palestínu.

Títov átti ennfremur fund með Einari Gunnarssyni ráðuneytisstjóra og embættismönnum í utanríkisráðuneytinu, þar sem rædd voru samskipti ríkjanna og ýmis önnur milliríkjamál. Rædd voru viðskipti landanna, sem hafa verið umtalsverð í gegnum tíðina, milliríkjasamningar, menningarsamstarf  og formennska Rússa í Eystrasaltsráðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta