Utanríkisráðherra tekur á móti Títov, varautanríkisráðherra Rússlands
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Vladimír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, sem er hér á landi í vinnuheimsókn. Ráðherrarnir ræddu samstarf Íslendinga og Rússa í Norðurslóðamálum og hvernig það mætti víkka mætti út með rannsóknum og verkefnum í nýtingu jarðhita, einkum til húshitunar á austursvæðum Rússlands.
Ráðherrarnir ræddu einnig stöðu mála í Sýrlandi og málefni Palestínu.
Títov átti ennfremur fund með Einari Gunnarssyni ráðuneytisstjóra og embættismönnum í utanríkisráðuneytinu, þar sem rædd voru samskipti ríkjanna og ýmis önnur milliríkjamál. Rædd voru viðskipti landanna, sem hafa verið umtalsverð í gegnum tíðina, milliríkjasamningar, menningarsamstarf og formennska Rússa í Eystrasaltsráðinu.