Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2020 Innviðaráðuneytið

Tillögur starfshóps vegna átaks í húsnæðismálum

Starfshópur sem skipaður var í febrúar sl. af umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.

Starfshópurinn hafði það hlutverk að fjalla um fjórar af 40 tillögum átakshóps um húsnæðismál  en átakshópurinn var skipaður af forsætisráðherra  og hóf störf í desember 2018, í tengslum við gerð lífskjarasamninga.

Tillögurnar fjórar lutu allar að skipulagsmálum og höfðu það m.a. að markmiði að lækka byggingarkostnað og stytta byggingartíma. Helstu tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

  • Gerðar verði breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010 þannig að lágmarksfrestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagsbreytingum sem varða íbúðarhúsnæði og eru ekki háðar mati á umhverfisáhrifum verði fjórar vikur í stað sex vikna.
  • Stuðlað verði að aukinni stafrænni stjórnsýslu og unnið að innleiðingu skipulagsgáttar eins fljótt og hægt er, m.a. með breytingu á skipulagslögum.
  • Skipulagsstofnun ráðist í fræðsluátak um skipulagsgerð í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
  • Greind verði nánar þörf á skammtímahúsnæði og æskilegu fyrirkomulagi fyrir slíkt.
  • Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga verði nýttar til að ákveða og útfæra blöndun byggðar.
  • Unnið verði með tillögur OECD um skipulagsmál sem kynntar verða í lok september nk.

Gert er ráð fyrir að frumvarp til breytinga á skipulagslögum í samræmi við framangreindar tillögur verði lagt fram á Alþingi í október.

Skýrsla starfshóps um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta