Endurskoðað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna húsaleigubóta
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt að leggja til að greiðsluhlutfall sjóðsins vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum á árinu 2007 væri hækkað úr 49 prósentum í 60 prósent.
Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar og hefur greiðsla vegna þessa nú þegar verið innt af hendi til sveitarfélaganna.
Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum má sjá inn á heildaryfirliti yfir framlög sjóðsins á árinu 2007.