Hoppa yfir valmynd
15. september 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Barnamenning og menningaruppeldi

Rune Thorsteinsson - mynd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðið fyrir ráðstefnum um menningarmál undanfarin ár undir heitinu Menningarlandið og að þessu sinni var barnamenning og mikilvægi menningaruppeldis megin viðfangsefnið. Áhersla var lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og þátttakendur voru listamenn, starfsmenn menningarstofnana og ýmsir aðrir sem sinna barnamenningarmálum. Aðalfyrirlesarar voru Tamsin Ace og Shân Maclennan frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London. Ráðstefnan var haldin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eyþings. 

Fundargestir samþykktu ályktun þar sem meðal annars er þakkað fyrir framtak ráðuneytisins í þessum efnum og það hvatt til að „halda áfram á sömu braut, auka frekar fjármagn til málaflokksins og efla enn frekar tengslanet á milli aðila sem sinna barnamenningarstarfi á landinu öllu .“ Þá var hvatt til þess að farið verði að tillögu í Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna um að stofnaður verði faglegur samráðsvettvangur um menningarstarf fyrir - og með - börnum og ungmennum.

  • Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra - mynd
  • Menningarlandið 2017 - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta