Hoppa yfir valmynd
12. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Umfangsmikilli varnaræfingu aflýst

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur tekið ákvörðun um að aflýsa Norðurvíkingi, tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna sem átti að fara fram á Íslandi 20.-26. apríl nk. Þetta er gert í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar.

Um var að ræða umfangsmikla æfingu undir stjórn bandarísku flugherstjórnarinnar í Evrópu með 900 þátttakendum frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Auk Bandaríkjanna og Íslands hugðu Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Ítalía, Kanada, Noregur, Þýskaland á þátttöku og fulltrúar Ástralíu og Nýja-Sjálands höfðu ætlað að senda fulltrúa hingað til lands til að fylgjast með æfingunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta