Samstaða með Úkraínu
Sendiráðsbygging Íslands og Danmerkur í Nýju-Delí er lýst upp með fánalitum Úkraínu þessa vikuna til að sýna samstöðu með Úkraínu í baráttunni við innrásarher Rússa og samhug með almennum borgurum. Íslensk stjórnvöld fordæma harðlega víðtækar árásir rússneskra stjórnvalda á Úkraínu. „Hugur okkar er hjá því saklausa fólki sem verður fyrir barðinu á stríðsrekstri og ógnartilburðum Rússlands í Úkraínu,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.