Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Laugardalshöll
Mánudaginn 19. maí hefst í Laugardalshöll í Reykjavík atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna og þar verður opið alla daga frá klukkan 10:00 – 22:00. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti sýslumannsins í Reykjavík.
Á kjördag, 31. maí, verður opið frá klukkan 10:00 – 17.00 fyrir þá kjósendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Símar embættis sýslumanns í Laugardalshöll verða 860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.
Tímasetningar vegna utankjörfundarat
Upplýsingar frá öðrum sýslumönnum
Þá eru komnar nánari upplýsingar frá öðrum sýslumannsembættum á landinu um aukna þjónustu og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á stofnunum o.fl. Þær fréttir er að finna á vefsíðu sýslumanna þar sem embættin eru talin í landfræðilegri röð umhverfis landið. Tengil má nálgast hér.