Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Eftirlitsstjórnvöldum ber að grípa inn í

Heilbrigðisráðuneytið hefur af gefnu tilefni sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem upplýst er hvernig eftirliti með framkvæmd tóbaksvarnalaga er háttað og hvaða eftirlits- og þvingunarúrræði séu til staðar sé brotið gegn ákvæðum III. kafla tóbaksvarnalaga, um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum.

Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.

Sjá nánar efni bréfs ráðuneytisins: Eftirlitsúrræði - tóbaksvarnir  (pdf 30,8 KB - Opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta