Auglýsing um kjörskrár vegna forsetakosninga
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.
Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Innanríkisráðuneytið, 10. júní 2016.