Hoppa yfir valmynd
21. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Fjöldi kjósenda

Við forsetakjör 30. júní 2012 voru 235.743 kjósendur á kjörskrá. Fjölgunin nemur því 9.261 eða 3,9%.

Tölulegar upplýsingar í kjörskrárstofni endurspegla ekki endanlega kjörskrá en þar munar þó sáralitlu. Við endanlega tölu kjósenda á kjörskrá, sem birt verður í skýrslu Hagstofu Íslands um kosningarnar, verður tekið mið af tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga.

Kjósendur með lögheimili erlendis teljast samkvæmt kjörskrárstofnum Þjóðskrár Íslands 13.077 eða 5,3% kjósenda. Hefur þeim fjölgað um 820 frá síðasta forsetakjöri eða um 6,7%. Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 8.441 eða 3,8%. Þeir sem fá nú að kjósa í fyrsta sinn vegna aldurs eru 17.822 eða 7,3% kjósenda. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta