Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag
Þeir sem kjósa utan kjörfundar á kjördag annars staðar en í Reykjavík verða sjálfir að sjá til þess að atkvæði þeirra komist í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem þeir eru á kjörskrá.
Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.