Fjárfestingastuðningur í svínarækt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um fjárfestingastuðning í svínarækt. Um umsóknir og úthlutun stuðningsins gilda ákvæði VII. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2020-2021 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 6. apríl 2021.
Markmið stuðningsins er að auðvelda sérstaklega smærri svínabúum að hraða því að standast kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð svína.
Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 33. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
- Nýbygginga eða viðbygginga
- Endurbóta á eldri byggingum, þar sem skipt er út meira en 50% af innréttingum.
- Kaupa á innréttingum og búnaði.
Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna.