Hoppa yfir valmynd
30. september 2019

Ísland tekur við formennsku í samráðshópnum um Samninginn um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu (JCG).

Guðni Bragason fastafulltrúi og Samantha-Petra Früauff ritari fastanefndar. - mynd
Guðni Bragason fastafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg hefur tekið  við formennsku í sameiginlega samráðshópnum (Joint Consultative  Group,  JCG) um Samninginn um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu (Treaty on Conventional Armed Forces in Europe (CFE)). Á fyrsta fundi nefndarinnar undir formennsku Íslands, 30. september 2019, tilkynnti fastafulltrúi um stofnun vinnuhóps, til að semja á ný um fjárhagssamkomulag (Financial  Arrangement) milli JCG, samráðshópsins um opna lofthelgi (OSCC) og skrifstofu ÖSE, en núverandi fjárhagssamkomulag rennur út í lok næsta árs, 2020. Fastafulltrúi mun fyrst um sinn leiða vinnuhópinn, sem mun leitast við að minnka kostnað við fundahald JCG og OSCC.

Nokkur ágreiningur hefur verið fyrir hendi um fjárhagsmál JCG-hópsins, annars vegar milli aðildarríkja og skrifstofu ÖSE, og hins vegar á milli aðildarríkja JCG og Rússlands. Rússland hætti þátttöku í JCG-hópnum 2016 og hætti öllum greiðslum til starfsemi hans. Þetta hefur skapað ákveðinn vanda, þar sem hlutur Rússlands nam um 9% af kostnaðinum.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta