Úthlutað úr Hljóðritasjóði
Meðal þeirra 58 verkefna sem hljóta styrki nú eru tvær barnaplötur, fjórar plötur með kóratónlist, níu verkefni sem flokka má undir samtímatónlist, fimm plötur með rokktónlist, fjórar hip-hop plötur og þrjár jazz plötur. Gott samræmi reyndist úrvali tónlistartegunda þeirra verkefna sem sóttu um styrki og þeirra sem hljóta styrk. Sömu sögu má segja um kynjahlutfall umsækjenda og styrkþega. Heildarupphæð styrkjanna að þessu sinni er 17,6 milljónir kr.
Rannís hefur umsýslu með Hljóðritasjóði og má nálgast nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutanir hans á heimasíðu þeirra.