Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033 til kynningar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir nú matslýsingu umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033 í samráðsgáttinni. Umsagnarfrestur er til 29. júní nk.
Unnið er að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2019-2033 og í matslýsingunni, sem nú er kynnt, er gerð grein fyrir því með hvaða hætti umhverfismat samgönguáætlunar verður unnið og hvaða þættir verða lagðir til grundvallar. Markmið umhverfismatsins er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna, jafnframt því að stuðla að því að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við mótun samgöngustefnu Samgönguáætlun skal meta á grundvelli laga um umhverfismat áætlana og er skipulagsskyld samkvæmt 12. gr. skipulagslaga .
Umsagnir eða ábendingar um matslýsingu umhverfismatsins skulu berast í gegnum samráðsgáttina eða með tölvupósti á netfangið [email protected] fyrir 29. júní.