Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 breytt
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 tekur örum breytingum enda tekur reglugerðin til allra vélknúinna ökutækja og krafna sem gerðar eru til öryggis þeirra og búnaðar.
Hér með er kynnt að fyrir liggur að breyta reglugerðinni til að innleiða tilteknar Evrópugerðir sem teknar hafa verið upp í EES–samninginn með ákvörðunum sameiginlegu EES–nefndarinnar. Þær snúa aðallega að gerðarviðurkenningum á dráttarvélum. Þær breytingar sem verða á reglugerðinni vegna innleiðingar á ofangreindum gerðum fela ekki í sér neitt svigrúm til aðlögunar og hafa eingöngu óbein áhrif á Íslandi. Um leið verður ákvæði reglugerðarinnar um stöðuljós bifhjóla breytt, en nauðsynlegt þykir að sú breyting verði að veruleika sem fyrst. Er breytingin ívilnandi fyrir borgarann. Reglugerðin sem unnin var í samvinnu við Umferðarstofu mun verða birt í Stjórnartíðindum í næstu viku.