Hoppa yfir valmynd
16. mars 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Árangursstjórnunarsamningur á Akranesi

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, og Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi (SHA) undirrituðu í dag samning um stefnumótun og framtíðarsýn stofnunarinnar til ársins 2008. Jafnframt var undirritaður samningur heilbrigðismálaráðuneytisins og SHA um árangursstjórnun. Samningurinn um framtíðarsýn og stefnumótun SHA er unninn í samvinnu stofnunarinnar og ráðuneytisins. Byggist hann á samningi um stefnumörkun sem gerður var 23. september 1998 og tengist auk þess heildarstefnumótun ráðuneytisins um heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi og á landsvísu. Árangursstjórnarsamningurinn gildir til ársloka 2006 og er í honum m.a. kveðið á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og SHA. Í samningnum eru ákvæði um stjórnsýslustöðu og verksvið SHA, áherslur og markmið með rekstri og fjárveitingar. Samkvæmt fjárlögum 2004 er gert ráð fyrir að fjárveitingar til rekstrarins verði rúmur milljarður króna á árinu og taka þeir breytingum á samningstímanum í samræmi við uppfærslu verðlags í fjárlögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta