Drög að reglugerð um lyfjaauglýsingar til umsagnar
Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar. Reglugerðardrögin taka meðal annars á þeirri breytingu sem verður 1. nóvember samkvæmt breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994 sem samþykkt var á Alþingi 30. júní síðastliðinn og heimilar auglýsingar lausasölulyfja í sjónvarpi. Reglugerðin mun leysa af hólmi gildandi reglugerð um lyfjaauglýsingar nr. 328/1995.
Frestur til að skila inn umsögnum rennur út 10. nóvember næstkomandi.
Umsagnir skal senda á netfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: Umsögn um reglugerð um lyfjaauglýsingar.