Hoppa yfir valmynd
3. júní 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra

Í haust tóku gildi reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra. Þær leysa af hólmi eldri ferðareglur og hafa víðtækara gildissvið.

Reglurnar voru unnar eftir að breytingar urðu árið 2019 á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þar er kveðið á um að sá ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins setji almennar reglur um starfskostnað og önnur starfskjör ráðherra í samráði við forsætisráðherra. Í reglunum skuli gætt samræmis við ákvæði laga um þingfararkaup og reglna sem forsætisnefnd Alþingis setur á grundvelli þeirra um rétt alþingismanna og formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

Í reglunum er fjallað um stjórnmálaleg störf ráðherra erlendis og innanlands, orlof og bifreiðamál.

M.a. er kveðið á um að þegar ferðast er til útlanda fá ráðherrar greidda dagpeninga vegna fæðis og annars kostnaðar, auk þess sem greiddur er ferða- og gistikostnaður. Er það í samræmi við það sem almennt gildir um ferðalög ríkisstarfsmanna og sérstakt álag sem ráðherrar hafa fengið á dagpeninga er fellt niður. Um ferðir innanlands segir í reglunum að greiddur skuli ferðakostnaður ráðherra vegna funda sem hann boðar eða er boðaður á vegna stjórnmálalegra starfa.

Einnig er reglunum fjallað um greiðslu kostnaðar í þeim tilvikum sem makar ráðherra eru með í för á ferðalögum ráðherra. Samkvæmt þeim skal mökum greiddur kostnaður við fargjald og gistingu, en réttur til þess að greiða einnig dagpeninga er felldur niður.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta