Skýrsla um umferðarslys á Íslandi árið 2003
Í henni er að finna margvíslegar upplýsingar og tölfræði um slys og óhöpp í umferðinni á síðasta ári auk samanburðar við fyrri ár. Meðal annars er fjallað um staðsetningu og tíma umferðarslysa, aldur og kyn látinna og slasaðra, tegundir slysa og aðstæður við slys. Skýrslan byggir á upplýsingum frá lögreglu og má því gera ráð fyrir að slys þar sem meiðsl eru lítil séu vanskráð í hinni opinberu skráningu. Staðreyndin er sú að sjúkrastofnanir og tryggingafélög skrá mun fleiri minni háttar meiðsl af völdum umferðarslysa en fram kemur í skráningu Umferðarstofu. Engu að síður gefur skýrslan nokkuð raunsanna og greinargóða mynd af eðli og umfangi umferðarslysa árið 2003.
Hér er hægt að nálgast skýrsluna á pdf-formi.