Fjölskylduskemmtun að Holti
Árið 2003 hefur verið tileinkað málefnum fatlaðra á vettvangi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðinu. Einkunnarorð á Evrópuári fatlaðra eru "eitt samfélag fyrir alla". Viðburðardagatal hefur verið í gangi í tengslum við ár fatlaðra og sl. sunnudag stóð Svæðisskrifstofa Vesturlands fyrir fjölskylduskemmtun að Holti sem nýtt hefur verið sem skammtímavistun og sumardvalarheimili fyrir fatlaða einstaklinga.
Um sannkallaða fjölskylduhátíð var að ræða þar sem fjöldi manns kom saman. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem grillað var fyrir gesti. Framkvæmd hátíðarinnar var til fyrirmyndar og á Svæðisskrifstofa Vesturlands hrós skilið fyrir vel heppnaða skemmtun.
Fleiri myndir: | ||