List án landamæra
Sýningin er hluti af listahátíð sem ber nafnið List án landamæra og er haldin í tilefni af Evrópuári fatlaðra 2003 og tíu ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, Sérsveit Hins Hússins og vinnustofunnar Ásgarðs, stendur fyrir hátíðinni þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun er höfð í brennidepli.
Á þessari sýningu sýna Sigrún Huld og Þórey Rut verk sín en þessi sýning er sú fyrsta í röð myndlistarsýninga listahátíðarinnar List án landamæra en alls verða sýningarnar sex og lýkur þeim 7. desember.