Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Desemberuppbót fyrir foreldra langveikra barna

Ásmundur Einar Daðason - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um greiðslu desemberuppbótar til foreldra langveikra og fatlaðra barna. Óskert desemberuppbót nemur 57.672 kr.

Þetta er í annað sinn sem desemberuppbót er greidd foreldrum barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð en það var gert í fyrsta sinn í fyrra samkvæmt ákvörðun ráðherra. Reglur um greiðslur eru þær sömu og áður. Foreldri langveiks barns eða alvarlega fatlaðs sem hlotið hefur fjárhagsaðstoð í desember árið 2018, samkvæmt lögum þar að lútandi nr. 22/2006 á rétt á desemberuppbót.

Uppbótin er hlutfallsleg þannig að foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót sem er 57.672 kr. en foreldri sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á þessu ári á rétt á hlutfallslegri uppbót í samræmi við það. Uppbótin skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 14.418 kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta