Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2007 Innviðaráðuneytið

Frestur til að senda umsögn rennur út 15. ágúst nk.

Tillaga að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð hefur verið aðgengileg almenningi á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins frá því í vor. Frumvarpstillagan var unnin af starfshópi sem var skipaður sumarið 2006 skilaði félagsmálaráðherra tillögum sínum í febrúar sl. Frestur til að koma á framfæri umsögn um frumvarpstillöguna rennur út 15. ágúst 2007. Eftir að umsagnarfrestur er úti verður farið yfir athugasemdir sem berast með það að markmiði að frumvarp til laga verði lagt fyrir Alþingi í haust.

Í frumvarpstillögu starfshópsins er gert ráð fyrir að í samningum um kaup eða leigu á lóð undir frístundahús þurfi aðilar að taka afstöðu til tiltekinna lágmarksákvæða. Þannig er til dæmis lagt til að í samningum um leigu á lóð undir frístundahús þurfi samningsaðilar að taka afstöðu til endurskoðunar á leigu og forkaupsrétti leigjenda við sölu á leigulóð.

Í tillögu starfshópsins að lagafrumvarpi er enn fremur lagt til að við úrlausn tiltekinna ágreiningsefna milli hagsmunaaðila innbyrðis í frístundabyggð verði farin hliðstæð leið og í fjöleignarhúsalögunum. Félög eigenda og leigjenda lóða í frístundabyggð verði vettvangur fyrir samskipti aðila um sameiginleg hagsmunamál. Samkvæmt frumvarpstillögunni er lagt til að eigendur og leigjendur lóða í frístundabyggð geti skotið ágreiningsefnum með nokkrum takmörkunum til kærunefndar fjöleignarhúsamála. Starfshópurinn bendir á að kostir úrskurðarnefndar séu einfaldar málsmeðferðarreglur, skjótar úrlausnir og ódýr leið til að fá niðurstöðu í deiluefni. Einnig er gert ráð fyrir samráði sveitarfélaga við svæðisfélög í frístundabyggð. Starfshópurinn stendur einhuga að baki frumvarpsdrögunum.

Umsagnarferill



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta