Gæði og mikilvægi menntunar og rannsókna
"Gæði og mikilvægi menntunar og rannsókna" er heiti á samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir frá og með árinu 2015
Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir (MR-U) markar stefnu í ráðherrasamstarfi á sviðum menntamála, rannsókna, tungumála og upplýsingatækni frá og með árinu 2015. Takmarkið með áætluninni er að brýna áherslur og markmið samstarfsins en það ræðst af þeim pólitísku áherslum sem eru ofarlega á baugi í ríkjunum sem og á Álandseyjum, í Færeyjum og á Grænlandi. Í áætluninni er lýst þeim meginþráðum sem ráðherrarnir vilja beina sjónum að og inniheldur hún því ekki tæmandi yfirlit yfir öll forgangsmál ráðherranefndarinnar. Ráðherranefndin mun ræða og endurskoða samstarfsáætlunina reglulega með hliðsjón af nýjum pólitískum áherslum. Sjá nánar um áætlunina á vef Norrænu ráðherranefndarinnar.