Efnahagsráðgjafi viðskiptaráðherra
Jón starfaði um árabil í Seðlabanka Íslands, meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs (2001-2006) og síðar framkvæmdarstjóri skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta (2008-2019). Hann starfaði jafnframt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington, sem fulltrúi Norður- og Eystrasaltslanda í stjórn sjóðsins um nær átta ára skeið, þar til í janúar sl. Jón var stjórnarmaður í grísku bankasýslunni í fimm ár þegar unnið var að endurreisn gríska bankakerfisins og hann sat um skeið í stjórn Fjármálaeftirlitsins eftir fall íslensku bankanna. Jón var einnig stjórnarformaður eignasafns Seðlabanka Íslands og sat í framkvæmdanefnd um afnám gjaldeyrishafta.