Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkjum úthlutað til doktorsrannsókna á samspili landnýtingar og loftslags

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ásamt doktorsnemunum Ruth Phoebe Tchana Wandji, Christian Klopsch og Asra Salimi. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um úthlutanir úr doktorsnemasjóði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Markmið doktorsnemasjóðsins, sem veitir styrki til doktorsnema á sviði náttúruvísinda, er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Eins og nýjasta stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sýnir er enn mikið verk óunnið svo Ísland nái því metnaðarfulla markmiði að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 55% árið 2030, miðað við árið 2005. Aðgerðir á sviði landnotkunar eru komnar vel áleiðis en lengi má gott bæta. Vonir okkar standa til þess að niðurstöður rannsóknarverkefnanna sem Doktorsnemasjóðurinn styrkir muni eiga þátt í að gera Íslandi kleift að draga úr losun frá landnotkun.“

Veittir voru þrír styrkir að þessu sinni, einn til þriggja ára, einn til tveggja ára og einn til eins árs og er heildarupphæð styrkveitinganna 49,8 milljónir króna.

Þau sem fengu úthlutað að þessu sinni eru:

Asra Salimi, Landbúnaðarháskóla Íslands, með verkefnið „Carbon balances of drained and a rewetted peatlands in Iceland (C-ReWet) („Kolefnishringrás í framræstu og endurheimtu votlendi á Íslandi (C-ReWet)“. Styrkur til þriggja ára.

Christian Klopsch, Háskólanum á Hólum og Háskóla Íslands, með verkefnið „The effects of long-term grazing exclusion on soil carbon dynamics in Icelandic grasslands (Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisvirkni í íslensku graslendi)“. Styrkur til tveggja ára.

Ruth Phoebe Tchana Wandji, Landbúnaðarháskóla Íslands, með verkefnið „How does soil warminggrazing and drought affect carbon uptake in Icelandic grasslands? (áhrif hlýnunar, beitar og þurrka á kolefnisupptöku í íslenskum graslendum)“. Styrkur til eins árs.

Rannís hefur umsjón með sjóðnum sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta