Hoppa yfir valmynd
10. mars 2024

Fríverslunarsamningur við Indland undirritaður.

Mikilvægasta skref í viðskiptatengslum Íslands og Indlands var tekið, þegar undirritaður var fríverslunarsamningur milli Indlands og EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) hinn 10 mars 2024 í Nýju-Delhí. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands. Í samningnum er kveðið á um tollkjör, skuldbindingar í þjónustuviðskiptum, vernd hugverka, fjárfestingar, viðskipti og sjálfbæra þróun sem og úrlausn deilumála ef upp koma. „Samningurinn hefur mikla þýðingu fyrir viðskipta- og efnahagssamband Íslands við Asíu og skapar traustan grunn fyrir framtíðarviðskipti við Indland,“ segir Bjarni. „Þá styrkir hann einnig pólitísk samskipti Íslands og EFTA-ríkjanna við fjölmennasta lýðræðisríki heims og fimmta stærsta hagkerfið á heimsvísu sem er í stöðugum vexti.“

Fríverslunarsamningur við Indland undirritaður

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta