Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið

Embætti ríkissaksóknara auglýst laust til umsóknar

Innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk., en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Samkvæmt 20. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála nýtur ríkissaksóknari sömu lögkjara og hæstaréttardómarar. Við skipun í embættið verður því höfð hliðsjón af reglum við skipun dómara í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um dómstóla, nr. 620/2010. Skipuð verður nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila rökstuddu mati til ráðherra.

Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 28. febrúar nk. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta