Símavakt sendiráðsins yfir jól og áramót
Sendiráð Íslands í Moskvu verður lokað frá og með fimmtudeginum 22. desember til og með 31. desember 2022. Þá verður sendiráðið að venju lokað frá 1. janúar til og með 6. janúar vegna rússnesku jólanna/áramótanna.
Símavakt verður í sendiráðinu á virkum dögum á þessu tímabili í s. +7 495 956 7604 og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Þá er hægt að hafa samband við ræðisskrifstofuna í Pétursborg í síma (812) 328 7024 eða á netfangið [email protected].
Í neyðartilfellum geta Íslendingar haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma +354 545 0112 (opið allan sólarhringinn) eða á netfangið [email protected].
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og friðsælt nýtt ár 2023!