Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2023 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 84/2023 Úrskurður 29. ágúst 2023

Mál nr. 84/2023                    Eiginnafn:     Reykjalín (kk.)

Hinn 29. ágúst 2023 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. 84/2023 en erindið barst nefndinni 23. ágúst.   

Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:

  1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Eiginnafnið Reykjalín (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Reykjalíns, en nafnið er einnig ættarnafn. Fordæmi eru fyrir því að mannanafnanefnd hafi hafnað eiginnnafni á þeim grunni að um ættarnafn væri að ræða. Eins og greinir í úrskurðum mannanafnanefndar, t.d. í máli nr. 71/2010, sem og í óáfrýjuðum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013, sem bæði vörðuðu nafnið Reykdal, hafa þó sum ættarnöfn jafnframt tíðkast sem eiginnöfn, svo sem Smári, Þór og Viðar. Ef slík notkun hefur unnið sér nokkurn hefðarrétt, eins og tekið er fram með skýringum sem fylgdu 7. gr. frumvarps til laga um mannanöfn, hefur verið látið átölulaust að þau væru einnig notuð sem eiginnöfn. Ber því að líta til þess hvort nafnið Reykjalín á sér einhverja sögu í íslensku sem eiginnafn og að það hafi verið notað sem slíkt áður en það fékk stöðu ættarnafns. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands bera 24 einstaklingar sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð nafnið Reykjalín sem eiginnafn, 54 sem millinafn og fjórir bera nafnið sem kenninafn í þjóðskrá. Þá kemur það fyrir í 11 manntölum frá 1703 til 1920. Telur mannanafnanefnd því að hefð sé fyrir eiginnafninu Reykjalín þrátt fyrir að það sé ekki á skrá yfir mannanöfn, nafnið uppfylli öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 og að það beri að samþykkja það.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Reykjalín (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta