Hoppa yfir valmynd
3. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjóri tók þátt í fundi stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins

Mariia Mezentseva, formaður landsdeildar Úkraínu á Evrópuráðsþinginu, Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri og Bjarni Jónsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins - myndUtanríkisráðuneytið

Framtíð fjölþjóðahyggju í Evrópu í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu var helsta umræðuefni fundar stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins sem fram fór í Haag í dag. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sótti fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra.

Ráðuneytisstjóri lagði áherslu á mikilvægi fjölþjóðasamvinnu í opnunarræðu sinni: „Á yfirstandandi tímum ríður á að standa vörð um lýðræðið og sporna við því bakslagi sem orðið hefur í virðingu fyrir mannréttindum. Þá er fjölþjóðasamvinna eina svarið við einhliða árásarstríði Rússlands í Úkraínu,“ sagði Martin. Leiðtogafundur Evrópuráðsins 16.-17. maí í Reykjavík væri tækifæri til að treysta stoðir lýðræðis og sýna stuðning ráðsins við Úkraínu í verki. „Leiðin að réttlæti fyrir Úkraínu er löng en Evrópuráðið og aðildarríki þess hafa dýrmætt tækifæri til að stíga mikilvæg skref í átt til þess í maí.“

Í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu tók ráðuneytisstjóri einnig þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu frjálsra félagasamtaka í Evrópu í Haag. Við það tækifæri tók hann við tillögum frjálsra félagasamtaka um umbætur á ráðinu.

Martin átti jafnframt fundi í hollenska utanríkisráðuneytinu, annars vegar um ábyrgðarskyldu vegna glæpa sem framdir hafa verið í stríðinu í Úkraínu og hins vegar um viðbrögð Evrópusambandsins við stuðningsaðgerðum bandarískra yfirvalda við grænan iðnað.

  • Ráðuneytisstjóri tók þátt í fundi stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta