Vinnumálaráðherrar Norðurlanda hittust á sérstökum fundi á föstudaginn, í boði dönsku formennskunnar, til þess að bera saman bækur sínar um stöðu vinnumarkaðarins nú þegar norrænu ríkin eru hægt og rólega að opnast. Aðilar vinnumarkaðarins tóku einnig þátt í þessum fjarfundi. Hér má lesa ítarlega frétt um fundinn.