Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsleg velferð innflytjenda á Íslandi

Árið 2009 samþykktu stjórnvöld að tillögu Velferðarvaktarinnar að setja af stað vinnu við að safna saman ýmiskonar samfélagslegum mælingum undir yfirskriftinni félagsvísar. Félagsvísar hafa verið gefnir út árlega frá árinu 2012 á grundvelli samnings sem velferðarráðuneytið gerði við Hagstofu Íslands. Að undanförnu hefur farið fram vinna við endurskoðun félagsvísa og eru þeir nú gefnir út í endurbættri mynd. Í dag var birt sérhefti félagsvísa um innflytjendur þar sem er birt í fyrsta sinn sérstök umfjöllun um félagslega velferð innflytjenda.

Hér má sjá sérhefti félagsvísa um velferð innflytjenda (af vef Hagstofunnar)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta