Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

S&P Global Ratings staðfestir A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs - horfur eru áfram stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með efnahagsbata á næsta ári eftir 7,8% samdrátt hagkerfisins í ár. Þótt orðið hafi verulegt högg í ferðaþjónustu gerir matsfyrirtækið ráð fyrir að afgangur verði á viðskiptajöfnuði næstu árin. Þrátt fyrir verulegan stuðning opinberra fjármála við hagkerfið gegn áhrifum faraldursins gerir matsfyrirtækið ráð fyrir að stjórnvöldum takist að rétta af opinber fjármál eftir 2021. Í því samhengi lítur matsfyrirtækið til árangurs í þeim efnum síðasta áratug. Sterk ytri staða veitir hagkerfinu frekari viðnámsþrótt.

Sterk stofnanaumgjörð og skilvirk stefnumótun styður við lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Smæð hagkerfisins og takmörkuð skilvirkni peningastefnu vegna áhrifa gengisbreytinga á verðbólgu vega á móti.

Fram kemur í fréttatilkynningu S&P að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef efnahagsbatinn frá heimsfaraldrinum verður umfram væntingar og leiðir til aukinnar fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og útflutningi sem draga myndi úr sveiflum í viðskiptakjörum. Við slíkar aðstæður gæti orðið hraðari viðsnúningur í ríkisfjármálum.

Þá gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef heimsfaraldurinn veldur varanlegra tjóni á framleiðslugetu hagkerfisins en gert er ráð fyrir og ef það hefði í för með sér verulega hækkun opinberra skulda sem hlutfall af landsframleiðslu umfram væntingar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta