Hoppa yfir valmynd
13. desember 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynning á niðurstöðum nýrrar rannsóknar um hlut kvenna og karla í sjónvarpi

Hver er í mynd? Málþing um konur og karla í fjölmiðlum. Menntamálaráðuneytið og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands boða til málþings miðvikudaginn 14. desember kl. 12:00 í Lögbergi stofu 101.

Hver er í mynd?
Málþing um konur og karla í fjölmiðlum.

Menntamálaráðuneytið og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands boða til málþings miðvikudaginn 14. desember kl. 12:00 í Lögbergi stofu 101.

Málþingið hefst með ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sem fjallar um helstu niðurstöður rannsóknar menntamálaráðuneytisins um hlut karla og kvenna í sjónvarpi. Rannsóknin var gerð fyrr á þessu ári í samvinnu við nema í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og er í henni fjallað um konur og karla í fréttum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum.

Rannsóknin er gerð með sama hætti og hliðstæðar kannanir á hlut karla og kvenna í sjónvarpi sem gerðar voru árin 1999 og 2000.

Einnig verður fjallað um rannsókn sem fór fram á þessu ári á forsíðumyndum Fréttablaðsins og kyn og samfélagslega ábyrgð fjölmiðla.

Dagskrá málþings:

Eyrún Magnúsdóttir fundarstjóri setur fundinn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp.

Niðurstöður rannsóknarinnar kynntar:
     Auður Magndís Leiknisdóttir, B.A. í félags- og kynjafræði.
 „Konur og karlar í auglýsingum: Athugun á þætti karla og kvenna
            í auglýsingum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum“.
          
 Margrét Valdimarsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði.
Karlar og konur í íslensku sjónvarpi: Fréttir“.
           
Elsa María Jakobsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði.
Karlar og konur í sjónvarpsþáttum: athugun á birtingu kynjanna
            í sjónvarpsþáttum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum“.

Helga Björnsdóttir, doktorsnemi í mannfræði.
„Karla- og kvennarými: Kynjaðar ímyndir forsíðu Fréttablaðsins“.

Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur „Ef kyn skiptir máli. Um
kyn og samfélagslega ábyrgð fjölmiðla“.

  Að loknum erindum fer fram pallborð. Þeir sem taka þátt eru Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS, Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps, Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Skjás eins, Svanborg Sigmarsdóttir, blaðamaður og Anna Kristín Jónsdóttir, fjölmiðlafræðingur.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta