Hoppa yfir valmynd
23. mars 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 2/2011

Miðvikudaginn 23. mars 2011 var á fundi úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála tekið fyrir eftirfarandi mál:  

A

gegn

velferðarráði Reykjavíkurborgar

 

og kveðinn upp svohljóðandi 

 

ÚRSKURÐUR:

Með bréfi dags. 21. janúar 2011, skaut A, til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála synjun á sérstökum húsaleigubótum.

Með bréfi nefndarinnar til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. janúar 2011, var með vísan til 63. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, óskað greinargerðar og gagna varðandi kæru kæranda. Í svari Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. febrúar 2011, kemur fram að mál þetta hafi ekki komið til úrlausnar hjá áfrýjunarnefnd velferðarráðs heldur aðeins hlotið afgreiðslu hjá þjónustumiðstöð B og C. Fram kemur að í 13. gr. samþykktar fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar segi að ákvörðun starfsmanna Velferðarsviðsins og þjónustumiðstöðva í einstaklingsmálum, sbr. 4. gr. samþykktarinnar, verði skotið til áfrýjunarnefndar velferðarráðs til endanlegrar ákvörðunar samkvæmt heimild í 6. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Þar sem áfrýjunarnefnd velferðarráðs hafi ekki fjallað um málið og tekið afstöðu í því verði að telja að umrædd ákvörðun sé ekki tæk til afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála, sbr. 63. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, sbr. 5. gr. laganna fjallar úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála um ákvarðanir félagsmálanefndar, en velferðarráð gegnir því hlutverki hjá Reykjavíkurborg. Þar sem mál þetta hefur ekki komið til úrlausnar hjá velferðarráði brestur skilyrði fyrir því að úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála fjalli um mál þetta að svo stöddu og er málinu hér með vísað frá.

Úrskurð þennan kváðu upp, Ása Ólafsdóttir, formaður, Gunnar Eydal og Margrét Gunnlaugsdóttir, meðnefndarmenn.

 

 

Úrskurðarorð

Mál A hefur ekki komið til úrlausnar hjá velferðarráði Reykjavíkurborgar og er máli hennar því vísað frá nefndinni.

 

 Ása Ólafsdóttir,

formaður

 

 

 

Margrét Gunnlaugsdóttir                               Gunnar Eydal

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta