Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2012 Innviðaráðuneytið

Framkvæmdastjórn PIARC á Íslandi

Framkvæmdastjórn PIARC, alþjóða vegamálasambandsins, fundar á Íslandi í dag og á morgun en hlutverk hennar er meðal annars að stýra rannsóknarverkefnum sambandsins og alþjóðlegum ráðstefnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði fundinn við setningu hans í morgun.

Alþjóða vegamálasambandið þingaði á Íslandi í vikunni.
Alþjóða vegamálasambandið þingaði á Íslandi í vikunni.

Á fundinum var fjallað um stefnu til næstu fjögurra ára og helstu rannsóknar- og þróunarverkefni sem sambandið stendur fyrir. Eru þau á hinum ýmsu sviðum vegagerðar og fjalla meðal annars um hönnun, öryggismál, efnisnotkun og umhverfismál. Nokkrar tækninefndir sambandsins annast síðan framkvæmd og umsjón með rannsóknunum og gerð er grein fyrir þeim á alþjóðlegum ráðstefnum sambandsins. Meðal ráðstefna sem framundan eru má til dæmis nefna ráðstefnu í Andorra árið 2014 um hönnun og rekstur vegakerfis að vetri og ári síðar verður alþjóðleg ráðstefna í Seoul í Suður-Kóreu.

Alþjóða vegamálasambandið þingaði á Íslandi í vikunni.

Ögmundur Jónasson bauð fundarmenn velkomna til Íslands og sagði WRA vinna mikilvægt og faglegt starf og sagði ráðstefnuna í Mexíkó síðstliðið haust vera gott dæmi um yfirgripsmikla og faglega ráðstefnu þar sem fjallað væri um allar hliðar vegagerðar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kynnti síðan starfsemi Vegagerðarinnar og íslenska vegakerfið. Fundinum lýkur síðdegis á morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta