Starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál skilar stöðuskýrslu í apríl
Starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í október á síðasta ári, hefur verið veittur frestur til að skila áfangaskýrslu. Gert var ráð fyrir að hún lægi fyrir nú í aprílmánuði.
Ákvæðið hefur verið að starfshópurinn skili innanríkisráðherra stöðuskýrslu í apríl þar sem gerð verður grein fyrir vinnu starfshópsins hingað til, framhaldi hennar og áætlun um verklok. Hópurinn hefur haldið fjölmarga fundi, farið yfir margs konar gögn og hefur kallað til sérfræðinga sér til ráðgjafar.
Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar.
Starfshópinn skipa Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur.