Fitch staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum
Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu endurspeglar þessi einkunn á annan bóginn háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og á hinn bóginn að hagkerfið reiðir sig að stórum hluta á hrávörur í útflutningi og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af sveiflum í efnahags- og fjármálum.
Stöðugar horfur endurspegla svipaðar líkur á hækkun og lækkun lánshæfiseinkunnarinnar.
Eftirfarandi þættir gætu hvor um sig eða saman leitt til hækkunar:
- Áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og ábyrg stefna í ríkisfjármálum.
- Áframhaldandi bati ytri stöðu þjóðarbúsins og og geta þess til þess að mæta ytri áföllum.
Eftirfarandi þættir gætu hvor um sig eða saman leitt til lækkunar:
- Vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins í formi víxlverkunar verðlags og launa, verðbólguskots og tilheyrandi afleiðingar fyrir efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja.
- Mikið útflæði fjármagns sem leiðir til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar.