Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2022 Innviðaráðuneytið

Sigurður Ingi tók þátt í setningu á árlegu eldvarnaátaki slökkviliðsmanna

Sigurður Ingi við setningu eldvarnaátaks slökkviliðsmanna í Sjálandsskóla - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók þátt í setningu eldvarnaátaks á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í Sjálandsskóla í Garðabæ í morgun. Við þetta tækifæri fengu börn í 3. bekk skólans fræðslu um eldvarnir. 

Eldvarnaátakið er árlegur viðburður og þá fara slökkviliðsmenn í heimsókn í alla 3. bekki í skólum landsins. Öll slökkvilið landsins þátt í átakinu. Teiknimyndin um Loga og Glóð er sýnd og börnin fá góða fræðslu um reykskynjara, flóttaleiðir, slökkvitæki, eldvarnateppi og neyðarnúmerið 112. Þau fá einnig litla bók um eldvarnir heimilisins sem þau fara með heim og sýna foreldrum. 

Að lokinni fræðslustund um eldvarnir fór fram æfing. viðvörunarkerfi skólans var sett í gang og skólinn var rýmdur samkvæmt áætlun. Einnig fór fram sérstök björgunaræfing og sýnt hvernig einstaklingi úr reykfylltu rými á annarri hæð byggingar er bjargað. Loks fengu nemendur og starfsfólk skólans kennslu og þjálfun í notkun slökkvitækja og eldvarnateppa. Ráðherra var meðal þeirra sem spreytti sig á því.

Mikilvægt að muna

Í fræðslu slökkviliðanna er áhersla lögð á að heimili séu búin eldvarnabúnaði á borð við reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi:

  • Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum.
  • Slökkvitæki á að vera við helstu flóttaleið.
  • Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi.
  • Tryggja þarf öllum á heimilinu að minnsta kosti tvær flóttaleiðir.
  • Allir þekki neyðarnúmerið, 112, líka börnin.

Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Eldvarnamiðstöðin, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og önnur slökkvilið í landinu.

  • Sigurður Ingi og slökkviliðsmenn svöruðu spurningum barna í 3. bekk Sjálandsskóla um eldvarnir. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta