Hoppa yfir valmynd
16. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Litlar sem engar viðhorfsbreytingar til jafnréttismála í heilan áratug

Forsíða skýrslunnar - mynd

Níu af hverjum tíu karlmönnum í heiminum eru haldnir grundvallar fordómum” gegn konum ef marka má nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðhorfskönnun, sem nær til 85 prósenta heimsbyggðarinnar. Samkvæmt henni hefur ekki orðið nein umtalsverð viðhorfsbreyting síðastliðinn áratug.  

„Það sem verra er, er að skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, bendir til að bakslag hafi orðið í jafnréttismálum,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Þar kemur fram að helmingur íbúa 80 ríkja telur enn að karlar séu betri pólitískir leiðtogar en konur og rúmlega 40 prósent að þeir séu betri forstjórar. Fjórðungur telur réttlætanlegt að eiginmaður leggi hendur á konu sína. 45 prósent telja að karlar eigi meiri rétt á atvinnu en konur. Hlutfall kvenna í forystu ríkisstjórna eða ríkja hefur haldist óbreytt, um 10 prósent, frá 1995.

„Þessir fordómar eru ríkjandi víðast hvar, óháð hnattstöðu, tekjum, þróunarstigi eða menningu. Samkvæmt skýrslunni hefur bakslag í réttindamálum kvenna og víðtækar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, orðið til að breyta stöðunni til hins verra,“ segir í fréttinni.

Þar segir ennfremur: „Þrátt fyrir að femínískum hópum, jafnréttissinnum, kvennasamtökum og félagslegum hreyfingum sem berjast fyrir jafnrétti, hafi vaxið ásmeginn, bendir skýrsla Sameinuðu þjóðanna til að litlar sem engar framfarir hafi orðið í að breyta viðhorfum.

Tölunum var safnað á árunum 2017 til 2022 og hafa litlar breytingar orðið frá síðustu skýrslu 2020.“

Frétt UNRIC

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta