Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Verklag einfaldað - eftirfylgni efld

Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið upp nýtt verklag við afgreiðslu styrkja og herðir eftirlit með ráðstöfun styrkveitinganna. Þetta nýja verklag og herta eftirlit tekur bæði til styrkja sem heilbrigðisráðuneytið veitir og einnig til úthlutunar fjár sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Nýtt verklag þýðir að hver sá sem þiggur styrki þarf að staðfesta þá skilmála sem styrkveitingar eru háðar með undirritun samkomulags við ráðuneytið áður en til greiðslu styrks kemur.

Í verklagsreglum ráðuneytisins er gert ráð fyrir mismunandi gerðum samkomulags og ræðst það af eðli styrkveitingarinnar og upphæð styrksins hvaða skilmála styrkþegi þarf að gangast undir. Hafa verið settar skýrar reglur um þessa flokkun styrkveitinga í ráðuneytinu.

Verklagsreglurnar og samkomulagið sem styrkþegar undirrita kveða jafnframt á um eftirlit með því hvernig styrkjunum er varið. Eftirlit þetta getur falist í skoðun gagna frá styrkþegum um það hvernig styrkjunum var ráðstafað, að styrkþegar skili endurskoðuðum ársreikningum eða áritaðri greinargerð löggilts endurskoðanda þar sem fram kemur hvernig styrknum var ráðstafað. Eftirlitið fer eftir eðli styrkveitingar og fjárhæð.

Þegar hafa verið send bréf til þeirra sem fengu úthlutað styrkjum frá fjárlaganefnd Alþingis af viðkomandi fjárlagalið hjá heilbrigðisráðuneytinu. Með bréfinu fylgir útfyllt samkomulag í tvíriti til undirritunar. Þegar styrkþegi hefur staðfest samkomulagið með undirritun sinni þarf hann að senda annað eintakið til ráðuneytisins og fæst þá styrkurinn afgreiddur í kjölfarið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta